LAUNASTIG OG DREIFING
eftir vinnumörkuðum
og heildarsamtökum stéttarfélaga
Til að meta launastig (level) og dreifingu launa fékk Kjaratölfræðinefnd
sérvinnslu frá Hagstofu Íslands. 

 

Um er að ræða laun í maí 2020 og byggja niðurstöður eingöngu á launafólki í
fullu starfi. 

 

Sýnt er launastig og dreifing eftir heildarsamtökunum ASÍ, BSRB, BHM og KÍ auk hópa sem eru utan heildarsamtaka (utan_heild) og utan stéttarfélaga (utan_stétt) eftir vinnumörkuðum. Vinnumarkaði er skipt í fernt: Almennur vinnumarkaður (almenni), ríki, Reykjavíkurborg  og önnur sveitarfélög (sveit án Rvík). Ekki eru birtar upplýsingar um félagsmenn aðildarfélaga KÍ á almennum vinnumarkaði þar sem upplýsingar vantar um þann hóp í launagögnum Hagstofu. Þá eru hópanir utan heildarsamtaka og utan stéttarfélaga einungis birtir fyrir almennan og opinberan vinnumarkað.  Meðal starfsfólks sem er í hópi utan heildarsamtaka eru félagsmenn í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja, Stéttarfélag verkfræðinga, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélag Íslands. Í hópi launafólks sem stendur utan stéttarfélaga eru embættismenn án samningsréttar og stundakennarar í háskólum auk stjórnenda á almennum vinnumarkaði. 

LAUNAÞRÓUN
eftir vinnumörkuðum
og heildarsamtökum stéttarfélaga
Til að greina launaþróun fékk Kjaratölfræðinefnd sérvinnslu frá Hagstofu Íslands sem sem byggir á gögnum og aðferðum launavísitölu, en launavísitala er verðvísitala sem mælir breytingar reglulegs tímakaups á greidda stund. 

 

Um er að ræða mánaðarlega launaþróun frá janúar 2015 til maí 2020 þar sem skoðað er bæði þróun á grunntímakaupi (gtk_breyting) og reglulegu tímakaupi (rtk_breyting). Í skýrslu Kjaratölfræðinefndar er áherslan á breytingu grunnlauna, þ.e.a.s grunntímakaups,  en það launahugtak er talið endurspegla best breytingar á launaliðum kjarasamninga. Þá eru reiknaðar vísitölur launa sem byggja á launabreytingum og samsvarandi kaupmátt sem sýnir breytingar á vísitölum launa umfram breytingu á vísitölu neysluverðs (desember 2018=100). 

 

Sýnd er launaþróun eftir heildarsamtökunum ASÍ, BSRB, BHM og KÍ auk hópa sem eru utan heildarsamtaka (utan_heild) og utan stéttarfélaga (utan_stétt) eftir vinnumörkuðum. Vinnumarkaði er skipt í fernt: Almennur vinnumarkaður (almenni), ríki, Reykjavíkurborg  og önnur sveitarfélög (sveit án Rvík). Ekki eru birtar upplýsingar um félagsmenn aðildarfélaga KÍ á almennum vinnumarkaði þar sem upplýsingar vantar um þann hóp í launagögnum Hagstofu. Þá eru hópanir utan heildarsamtaka og utan stéttarfélaga einungis birtir fyrir almennan og opinberan vinnumarkað.  Meðal starfsfólks sem er í hópi utan heildarsamtaka eru félagsmenn í Samtökum starfsmanna fjármálafyrirtækja, Stéttarfélag verkfræðinga, Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga og Læknafélag Íslands. Í hópi launafólks sem stendur utan stéttarfélaga eru embættismenn án samningsréttar og stundakennarar í háskólum auk stjórnenda á almennum vinnumarkaði.

© Kjaratölfræðinefnd